Vísindatímavélin

My Fav (0)
ClosePlease login

Hversu mikið af nútímatækninni er í rauninni nútímaleg? Er okkar tími sá eini tæknilegi tíminn í mannkynssögunni? Í þessu vali leikum við okkur með vísindasöguna, veltum fyrir okkur hvernig tækin sem við notum hafa orðið til og þróast. Fjölmörg og ólík atriði verða skoðuð en einnig er rými fyrir áhugasvið nemenda. Námið byggist bæði á heimildavinnu og skapandi úrlausnir (í höndum og tölvu).

Markmið eru að:

  • Þjálfa vísindalæsi nemenda (að lesa, skilja og útskýra upplýsingar).
  • Nemendur öðlist færni í að vinna skipulega frá hugmynd til fullmótaðs verks m.a. út frá eigin áhugasviði.
  • Nemendur kynnist sögu og þróun vísinda frá mismunandi tímabilum.
  • Nemendur öðlist færni í að skoða og ígrunda jákvæða og neikvæða notkun vísinda í samfélaginu.

Námsmat: Unnið er út frá hæfniviðmiðum í Aðalnámsskrá fyrir náttúrufræði.