Aðaláherslan í þessu vali er heimsókn í Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Í kennslustundum verða fjölbreyttar tilraunir og athuganir en þið lærið einnig að setja fram ykkar eigin rannsókn.
Markmið eru að nemendur:
- Auki sjálftraust sitt gagnvart náttúrugreinum.
- Fái aukinn áhuga á tilraunum, náttúrvísindum og nýsköpun.
- Tileinki sér vinnuferli, grunnhugmyndir og tungutak náttúrugreina.
- Öðlist færni í að fylgja fyrirmælum, vinna með mismunandi efni og aðferðir.
- Beiti skapandi og gagnrýnni hugsun í vinnu sinni.
Námsmat: Unnið er út frá hæfniviðmiðum í Aðalnámsskrá fyrir náttúrufræði.