Í þessu vali horfum við á ýmsar kvikmyndir þar sem vísindin koma til sögu. Gæti það sem sýnt er í kvikmyndinni gerst í alvörunni? Er það raunverulegt? Spáum um fræðin á bak við myndirnar, sannleikann og margt fleira! Þessi valáfangi hentar þeim sem hafa gaman af vísindakvikmyndum og langar að læra af þeim með skemmtilegum hætti.
Markmið eru að nemendur:
- Þjálfi og beiti gagnrýna hugsun.
- Auki sína færni í umræðum og tjáningu eigin skoðanna.
- Geti rætt um ólík viðfangsefni frá ólíkum sjónarhornum og rökstudd með dæmum.
- Geri sér grein fyrir hugmyndir um ýmis náttúruleg fyrirbæri sem hafa miðlast til almennings.
Námsmat: Unnið er út frá hæfniviðmiðum í Aðalnámsskrá fyrir náttúrufræði.