Útivera

My Fav (0)
ClosePlease login

Þeir sem njóta þess að fara í gönguferðir ættu að velja þessa valgrein. Fyrsti tíminn verður bóklegur, þ.e. farið yfir þær göngur sem farið verður í og kynningu á útbúnaði fyrir fjallgöngur og útivist almennt. 

Tímarnir verða almennt ekki 80 mínútur heldur verða þeir u.þ.b. 120 – 180 mínútur (2-3 klst.) og því er valið líklega búið í byrjun nóvember. 

Hugmyndin er að byrja á göngu í nærumhverfinu. Næst er að fara svo í strætó og ganga í Elliðaárdalnum og öðrum stöðum í Reykjavík og/eða Mosfellsbæ. 

Markmiðið með þessari valgrein er að nemendur: 

· skilji mikilvægi góðs útbúnaðar þegar farið er í lengri göngur og göngur á fjöll 

· njóti útivistar í íslenskri náttúru á öruggan og ábyrgan hátt 

· beri virðingu fyrir náttúrunni og gangi vel um hana.