Nemendur vinna þrívíð verk í pappamassa, t.d. grímur, styttur, skálar o.fl.. Lögð er áhersla á að nemendur vinni með eigin hugmyndir og áhugasvið. Markmiðin eru að nemendur: • öðlist færni í að vinna skipulega frá hugmynd til fullmótaðs verks út frá eigin áhugasviði • beiti skapandi og gagnrýnni hugsun í myndlist og hönnun • kynnist ólíkum miðlum og tækni og öðlist dýpri skilning, getu og hæfni í eigin sköpun • tileinki sér hugmyndavinnu og vinnuferli við sköpun eigin verka • öðlist færni í að tjá og meta eigin vinnubrögð og verk jafnt sem annarra Námsmat: Unnið er út frá hæfniviðmiðum í aðalnámsskrá grunnskóla.