Skrekkur

My Fav (0)
ClosePlease login

Kennslustund: 80 mín. Vali lýkur eftir sýningu í Borgarleikhúsinu.
Í boði fyrir: 8.-10. bekk

Undirbúningur og sýning á Skrekksatriði Víkurskóla árið 2022.  Undirbúningur fyrir Skrekk er  ákveðið ferli.  Byrjað er á hugmyndavinnu, svo er unnið að handritsgerð og að lokum er atriðið æft til sýningar. 

Í Skrekk fá hæfileikar nemenda að njóta sín. Þar vinna ólík listform saman eins og dans, leiklist, tjáning, tónlist, búningagerð og sviðsmyndagerð.  Auk þess gefst tækifæri til þess að kynnast hinni tæknilegu hlið leikhússins, svo sem ljósum og hljóði. Skipulagshæfileikar nýtast einnig vel.

Markmiðið er að nemendur geti notið ólíkra listforma á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

og að nemendur vinni saman að því að skapa fullbúið atriði sem sýnt verður í Borgarleikhúsinu. 

Leiklist

Kennslustund: 80 mín. 
Í boði fyrir: 8.-10. bekk

Nemendur vinna að árshátíðarsýningu eð því verkefni sem þeir velja sér í samráði við kennara.  

Markmiðin eru að nemendur:

  • tileinki sér þekkingu á grunnaðferðum og grunntækni greinarinnar og geti nýtt sér þessa þekkingu og færni í leik og starfi, einkum til að byggja upp sjálfstraust og þjálfa samskiptahæfni 
  • kynnist hinum ýmsu formum og tækjum leiklistarinnar s.s. hlutverkaleik, paravinnu, spuna, persónusköpun, yfirheyrslu, innlifun, hreyfingu, látbragði, líkamstjáningu og raddbeitingu 
  • geti notið leiklistar á jákvæðan og gagnrýninn hátt

Námsmat: Unnið er út frá hæfniviðmiðum í Aðalnámsskrá.