Í boði fyrir 9. – 10. bekk. – Aðeins fyrir 10 nemendur .
Vorönn. Hver kennslustund er 80 mínútur
Nemendur læra að hanna sína eigin skartgripi og/eða annað að eigin vali. Mikilvægt er að nemandi geti unnið að verkefni sínu sjálfstætt undir leiðsögn kennara. Í skartgripahönnun læra nemendur hugmyndavinnu, skissu-teikningu, efnisval, útsögun í málm, kveikingu, þjölun og póleringu.
Hæfniviðmið eru að nemandi geti:
- valið aðferðir efni og verkfæri við hæfi og sýnt rétta og ábyrga notkun verkfæra,
- útskýrt hugmyndir sínar fríhendis- og me grunnteikningu,
- unnið sjálfstætt eftir verkáætlun og vinnuteikningu,
- beitt viðeigandi vinnustellingum og notað réttan hlífðarbúnað og fjallað um vinnuvernd
Námsmat samkvæmt sameiginlegum hæfniviðmiðum í list- og verkgreinum fyrir 9. – 10. bekk.
Myndir sem væri gaman að gætu verið með.

