Sköpun eða vísindi? Það á ekki að vera annaðhvort, af hverju ekki hafa áhuga á hvoru tveggja? Í þessu vali sköpum við samtal á milli náttúrufræði og listgreina. Lögð er áhersla á að kynnast ýmsum viðfangsefnum náttúrunnar á skapandi hátt með stuðning aðferða list- og verkgreina.
Markmið eru að nemendur:
- Auki meðvitund sína um fegurð og undur náttúrunnar.
- Skoði ýmis náttúruleg fyrirbæri frá ólíkum sjónarhornum.
- Öðlist færni í að vinna skipulega frá hugmynd til fullmótaðs verks m.a. út frá eigin áhugasviði.
- Að nemendur beiti skapandi og gagnrýnni hugsun í vinnu sinni.
Námsmat: Unnið er út frá hæfniviðmiðum í Aðalnámsskrá fyrir náttúrufræði.