Nemendaráð

My Fav (0)
ClosePlease login

Finnst þér gaman að hafa áhrif? Langar þig að koma að skipulagningu félagslífsins í Víkurskóla? Hafa meiri áhrif á dagskránna í Vígyn? Þá er nemendaráðið fyrir þig!

Nemendaráðið fundar vikulega og tekur virkan þátt í félagslífi skólans og félagsmiðstöðvarinnar. Allir meðlimir nemendaráðs hafa ákveðnum hlutverkum að gegna og þau helstu eru að:

  • Vera fyrirmynd samnemenda í orði og gjörðum bæði í skólanum og í félagsmiðstöðvarstarfinu.
  • Vera talsmaður skólafélaga sinna og koma hugmyndum og ábendingum þeirra áleiðis inn á borð nemendaráðs.
  • Virkja aðra unglinga til þátttöku í starfi félagsmiðstöðvarinnar t.d. með jákvæðu umtali, mæta vel í starfið, taka sjálfir þátt, upplýsa um starfið, sækja hugmyndir frá bekkjarfélögum o.fl.
  • Skipuleggja almenna dagskrá félagsmiðstöðvarinnar í takt við þarfir, vonir og væntingar samnemenda sinna.
  • Koma að undirbúningi og útfærslu viðburða og hjálpa starfsfólki við frágang að viðburðum l
  • Sinna öðrum störfum er fallið gætu inn á borð félagsmiðstöðvarinnar.