Matur frá ýmsum löndum

My Fav (0)
ClosePlease login

Nemendur fá kynningu á matarmenningu frá nokkrum löndum og elda skemmtilega rétti frá þeim löndum. Þeir vinna sjálfstætt eftir að kennari hefur farið yfir vinnuferlið. Mikið er lagt upp úr góðu vinnulagi og að frágangur sé til fyrirmyndar. Umræður um manneldismarkmið, hagsýni og umhverfisvernd fléttast inn í vinnuferlið. Flestir tímarnir eru verklegir, nokkrir tímar fara í kynningu á því landi sem við ætlum að vinna með hverju sinni.

Markmiðin eru að nemendur:

  • fái leiðsögn í matreiðslu og kynnist hinum ýmsu réttum og hráefnum
  • öðlist færni í að beita fjölbreyttum matreiðsluaðferðum
  • tileinki sér hreinlæti í verki við heimilisstörfin 
  • tileinki sér góð vinnubrögð og rétta líkamsbeitingu 
  • þjálfist í að vinna sjálfstætt eftir uppskrift 
  • geri sér grein fyrir því hvers vegna mikilvægt er að þvo upp samkvæmt 

ströngustu hreinlætiskröfum

Gerð er krafa um að nemendur geti meðtekið og farið eftir fyrirmælum, bæði munnlegum og skriflegum. Einnig að nemendur vinni skipulega, haldi vinnusvæði hreinlegu, gangi vel frá í lokin og síðast en ekki síst haldi ró sinni og sýni samstarfsfólki virðingu og vinsemd.

Námsmat: Miðað er við matsmarkmið í Aðalnámsskrá.