Borgarholtsskóli býður nemendum í grunnskóla að velja listnám sem hluta af námi þeirra í grunnskóla. Í Borgarholtsskóla eru þrjár listnámsbrautir og í þessu vali kynnast nemendur öllum þremur brautunum, þ.e. leiklist, kvikmyndagerð og grafískri hönnun.
Kennt í Borgarholtsskóla, einu sinni í viku tvær klukkustundir í senn. Líklega verður kennt á þriðjudögum frá kl. 15.25 til 17.30.