Let´s Roar!

My Fav (0)
ClosePlease login

Þetta val er fyrir þau sem eru forvitin að skoða steina, steingervinga og vilja vita meira um fornu furðudýr náttúrunnar. Farið er yfir helstu atburði í sögu lífsins og hvers konar dýr og plöntur voru til staðar löngu áður en mannkynið kom fram. Gefið er tækifæri til að skoða ekta steingervinga, í kennslustofu og úti í náttúrunni, og greina þá. Unnið verða skapandi áhugasviðsverkefni.

Markmið eru að:

  • Þjálfa rökhugsun og vísindaleg vinnubrögð.
  • Nemendur öðlist færni í að vinna skipulega frá hugmynd til fullmótaðs verks.
  • Að nemendur öðlist hæfni í að vinna sjálfstætt og skipulega með ólík efni, m.a. út frá eigin áhugasviði.
  • Nemendur kynnist hvernig lífið hefur þróast á jörðinni.

Námsmat: Unnið er út frá hæfniviðmiðum í Aðalnámsskrá fyrir náttúrufræði.