Horfum á nokkrar kvikmyndir sem fjalla um áhugaverð, heimspekileg, viðfangsefni eins og sannleikann, minnið, siðferði, sjálfið og fleira, ræðum svo málin og vinnum nokkur verkefni.
Markmiðin eru að nemendur:
· Fái innsýn inn í nokkur heimspekileg viðfangsefni
· Æfist í samræðum og skoðanaskiptum
· Þjálfist í að mynda sér skoðun og rökstyðja hana
Námsmat:
Umræður og þáttaka í tímum auk nokkurra verkefna. Unnið er út frá hæfniviðmiðum aðalnámsskrár.