Í þessu vali lærið þið um hvenær og hvernig Ísland varð til, af hverju er jarðfræði Íslands svo sérstök og hvernig hefur hún áhrif á okkur. Kennslan verður bæði bókleg og verkleg. Valið er undirbúning til frekara náms á náttúrufræðibraut þar sem jarðfræði er hluti af náminu.
Markmið eru að nemendur:
- Öðlist þekkingu á helstu hugtökum í jarðfræði.
- Þjálfi sjálfstæði og gagnrýna hugsun í vinnubrögðum og frumkvæði við úrvinnslu verkefna.
- Öðlist færni í að lesa upplýsingar frá náttúrunni og vinna með mismunandi tækni (verklega og í tölvum).
Námsmat: Unnið er út frá hæfniviðmiðum í Aðalnámsskrá fyrir náttúrufræði.