Hraustir krakkar – morgunæfing

My Fav (0)
ClosePlease login

Kennslustund: 2 x 40 mín. Tíminn er kenndur frá kl. 7.40-8.20 tvívar ‚i viku Í boði fyrir: 8.- 10. bekk.

Hugsað fyrir krakka sem vilja æfa áður en skóladagurinn hefst. Æft er í litla líkamsræktarsalnum okkar í skólanum. Nemendur fá tíma til að skipta um föt/fara í sturtu áður en skóladagurinn hefst. Áhersla er lögð á styrktaræfingar og að nemendur upplifi að það sé gaman að hreyfa sig í góðum félagsskap.

Markmiðið er að nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi þess að stunda holla og góða hreyfingu fyrir líkamlega og andlega heilsu.

Námsmat: Unnið er út frá hæfniviðmiðum í Aðalnámsskrá.