Hefur þú gaman af stærðfræði? 

My Fav (0)
ClosePlease login

Langar þig að læra hluti sem venjulega eru ekki kenndir í grunnskóla? 

Í þessari valgrein skoðum við hluti og hugtök sem nemendur komast yfirleitt ekki í tæri við fyrr en í menntaskóla, jafnvel á efri árum menntaskólans! 

Við munum skoða ýmsar gerðir falla, heildun og diffrun, einingahringinn og hornföllin og fleira. 

Við reiknum saman á töflum, markmiðið er ekki að spæna í gegnum dæmi endilega heldur að pæla og ræða saman um efnið sem við tökum fyrir hverju sinni.