Frjáls myndlist

My Fav (0)
ClosePlease login

Nemendur velja það sem þá langar að vinna með t.d. málun, leir, teikning, blönduð tækni o.fl. Kynntar verða ýmsar aðferðir til að auðvelda valið. Lögð er áhersla á að virkja ímyndunarafl, eigin myndheim og áhugasvið. Markmiðin eru að nemendur: • öðlist færni í að vinna skipulega frá hugmynd til fullmótaðs verks, með ólík efni og miðla út frá eigin áhugasviði • beiti skapandi og gagnrýnni hugsun í myndlist • kynnist ólíkum miðlum og tækni og öðlist dýpri skilning, getu og hæfni í eigin sköpun • tileinki sér hugmyndavinnu og vinnuferli við sköpun eigin verka • öðlist færni í að tjá og meta eigin vinnubrögð og verk jafnt sem annarra Námsmat: Unnið er út frá hæfniviðmiðum í aðalnámsskrá grunnskóla.