Fréttabréf náttúruvísinda

My Fav (0)
ClosePlease login

Þessi áfangi er ætlaður öllum nemendum sem hafa áhuga á og eru forvitnir um vísindi. Þið vinnið með mismunandi þemu yfir önnina og búið til fréttir um það efni. Tekið er tillit til ykkar óska og áhugamála. Hópurinn mun búa til fréttabréf sem mun vera birt. Engrar kunnáttu er krafist, bara áhugi og vilji til að taka þátt.

Markmið eru:

  • Að þjálfa vísindalæsi nemenda (að lesa, skilja og útskýra upplýsingar).
  • Að nemendur beiti skapandi og gagnrýnni hugsun í vinnu sinni.
  • Að nemendur öðlist hæfni í að vinna sjálfstætt og skipulega með ólík efni, m.a. út frá eigin áhugasviði.
  • Að nemendur læri að setja upp texta og myndir og kynnist vinnu sinni í útgáfu.

Námsmat: Unnið er út frá hæfniviðmiðum í Aðalnámsskrá.