Þessi valgrein er fyrir þá sem lokið hafa 10. bekkjar námsefni eða hafa búið erlendis og hafa forskot í erlendum tungumálum.
Skólinn sér um að skrá nemendur og gefa samþykki fyrir því að nemandi stundi fjarnám. Nemandi þarf að geta unnið algjörlega sjálfstætt og bera ábyrgð á frammistöðu sinni í náminu.
Stuðningur er veittur við að koma sér inn í efnið á vefsvæði fjarnámsskólans en bein kennsla, vikulega, er ekki í boði. Nemendur fá alla kennslu í gegnum netið og þar er hægt að spyrja kennarann sem kennir áfangann. Boðið er upp á ráðgjöf einu sinni í mánuði.
Hægt er að skoða hvaða áfangar eru í boði inn á heimasíðu Fjölbrautaskólans við Ármúla Áfangar í boði | Fjarnám | Fjölbrautaskólinn við Ármúla