Í áfanganum er áhersla lögð á endurnýtingu textíls þar sem skapandi hugsun og
lausnamiðun nemenda ráða ríkjum. Nemendur læra tæknileg undirstöðuatriði í fatagerð og
fatahönnun.
Lögð er áhersla á hugmyndaöflun, skissuvinnu og tískuteikningu. Í gegnum ferlið er lagt upp
með að nemendur skilji vinnuferlið frá hugmynd að fullunninni flík og temji sér gagnrýnin og
vönduð vinnubrögð. Lögð er áhersla á lifandi ferli þar sem samspil textíls, hönnunar og
framkvæmdar tekur mið og tillit til hvers annars.
Markmiðin eru að nemendur:
• geti beitt skapandi og gagnrýnni hugsun í hönnun- og textílvinnu
• velti fyrir sér mikilvægi endurvinnslu, flokkunar, nýtingar og niðurbrots efna
• geti beitt fjölbreyttum aðferðum, áhöldum og vélum greinarinnar í textílvinnu
• öðlist öryggi og sjálfstæði tengt textíl og saumaskap
• öðlist færni í að tjá og meta eigin verk og annarra með hugtökum námsgreinarinnar
Námsmat: Unnið er út frá hæfniviðmiðum aðalnámsskrár grunnskóla.