Erasmus+

My Fav (0)
ClosePlease login

Víkurskóli tekur þátt Erasmus+ verkefni næsta skólaár með nemendum.

Að taka þátt í erlendu samstarfi er bæði gefandi og krefjandi. Meðal verkefna er að fara sem fulltrú skólans til útlanda og taka þátt í þeim verkefnum sem eru í brennidepli hverju sinni, slíkar ferðir þarf að undirbúa og vinna síðan úr þegar heim er komið. Einnig er mikilvægt að vera góður gestgjafi og þá skipuleggja nemendur í samvinnu við kennara dagskrá og taka síðan þátt í henni.

Þetta er val er fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast fólki frá öðrum löndum og menningu þeirra, og auka þannig víðsýni sína. Þetta hentar vel þeim sem eru óhræddir við að tjá sig á ensku og eru sjálfstæðir og góðir leiðtogar.

Áætlaðar eru 4-5 utanlandsferðir á næsta ári með nemendum sem fara í 4 manna hópum ásamt kennurum. Fyrir hverja ferð sækja nemendur um þátttöku og þá er mikilvægt að hafa verið með góða skólasókn og geta farið eftir öllum fyrirmælum því það felst mikil ábyrgð í því að ferðast sem fulltrú skólans á erlendri grundu.

Valið er ekki fest í töflu en nemendur eru kallaðir til í skorpum eftir álagi í hverju verkefni.