Tímafjöldi: einu sinni í viku, í 80 mín. fyrir eða eftir áramót.
Nemendur kynnast enska tungumálinu og auka orðaforða sinn með því að horfa á kvikmyndir frá enskumælandi löndum.
Verkefni: Nemendur velja sér leikstjóra, leikara eða viðfangsefni úr einni af kvikmyndunum sem horft var á og halda kynningu á ensku.
Hæfniviðmið: Nemendur (1-2 í hóp) kynnast mismunandi menningu og framburði enskumælandi landa í gegnum kvikmyndirnar. Nemendur auka skilning sinn á töluðu máli í kvikmyndum og mynda jákvætt viðhorf gagnvart enska tungumálinu. Nemendur þjálfast einnig í því að koma fram og kynna efni fyrir jafningjum.
Námsmat: Gefin er einkunn í bókstöfum með hliðsjón af hæfniviðmiðum og matsviðmiðum fyrir erlend tungumál úr Aðalnámskrá grunnskóla fyrir kynning nemanda, sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði, sjálfsmat og jafningarmat.