Boltaval

My Fav (0)
ClosePlease login

Farið verður í helstu boltagreinar fótbolta, körfubolta, handbolta, bandy, blak og e.t.v. einhverjar fleiri. 

Nemendur æfa sig í misjöfnum boltaleikjum og taktík með því markmiði að allir þátttakendur séu virkir. 

Stöku sinnum fer kennsla fram í kennslustofu þar sem farið verður í grunntækni, leikfræði og leikreglur og unnið í verkefnum því tengdu. 

Markmiðin eru að nemendur: 

• öðlist dýpri skilning á boltagreinum 

• læri helstu leikreglur í hverri íþróttagrein 

• fái tækifæri til þess að dæma knattleiki 

• skilji að í boltaíþróttum eru allir spilarar jafn mikilvægir 

• læri undirstöðuatriði liðssamvinnu og geti útfært þessi atriði í leikrænum æfingum og leikæfingum 

• fái grunnþekkingu í uppbyggingu þjálfunar í hverri boltagrein. 

• fari eftir samþykktum reglum og styðji hver annan á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. 

Námsmat: Unnið er út frá hæfniviðmiðum í aðalnámsskrá grunnskóla.