Í þessu vali vinnum við skemmtilega og fallega árbók/ársrit með myndum og texta um alla
nemendur í 10 bekk sem verður gefin til allra sem útskrifast. Safnað verður auglýsingum og
styrkjum til útgáfu bókarinnar. Við vinnum í útgáfuteymi og hópa- og samvinna er mjög
mikilvæg.
Markmiðin eru að nemendur:
• öðlist hæfni í að vinna skipulega og kynnist undirstöðuatriðum í útgáfu
• læri að setja upp texta og myndir í myndvinnsluforriti
• æfist í að efla eigið hugarflug í hönnun, skrifum, myndmáli og framsetningu
• kynnist hönnun og útgáfu
• geti tekið viðtöl og skrifað stuttar greinar
• geti verið skapandi og samvinnuþýðir
• geti veitt og tekið gagnrýni
Námsmat: Unnið er út frá hæfniviðmiðum í aðalnámsskrá grunnskóla.