Tímaverkefni eru unnin í andlistmálun og nemendur taka ljósmyndir af því í hvert skipti sem safnað er í möppur. Unnið er í mismundandi teymum í hverjum tíma og nemendur fá mismunandi hlutverk. Stundum mála þeir og taka ljósmyndir, stundum eru málað á þá. Allir fá þjálfun og tækifæri. Markmiðin eru að nemendur: • öðlist færni í að vinna skipulega • kynnist ólíkum miðlum og tækni og öðlist dýpri skilning, getu og hæfni í eigin sköpun • öðlist færni í að tjá og meta eigin vinnubrögð og verk jafnt sem annarra Námsmat: Unnið er út frá hæfniviðmiðum í aðalnámsskrá grunnskóla.